Heildarsala skuldabréfa í júní nam tæpum 44 milljörðum króna, en var á sama tíma í fyrra rúmir 29 milljarðar króna.

Mest var boðið út af óverðtryggðum ríkisbréfum, eða sem nemur tæpum 30 milljörðum króna. Sala í formi verðtryggðra skuldabréfa nam tæpum 9 milljörðum og tæpir 35 milljarðar voru í formi óverðtryggðra skuldabréfa.

Þetta kemur fram á vef Seðlabanka Íslands.