Sala Volkswagen á fyrri helmingi þessa árs jókst og metsala var á bílum fyrirtækisins í Kína. Sala Volkswagen á heimsvísu jókst um 5,8% á milli ára og nam 3,27 milljónum bíla. Sala í Kína nam 531.600 bílum sem er aukning um 23,6% frá fyrra ári.

Sala jókst einnig í Brasilíu og Austur-Evrópu, sem og Vestur-Evrópu þó að aukningin þar hafi verið lítil eða um 1,3%.

BBC hefur eftir framleiðslustjóra Volkswagen að það sé fjölbreyttu vöruúrvali og eflingu fyrirtækisins á vaxandi mörkuðum að þakka að sala eykst þrátt fyrir að blikur séu á lofti í efnahagslífinu.