Salóme Guðmundsdóttir.
Salóme Guðmundsdóttir.

Salóme Guðmundsdóttir, hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Klaks Innovit og tekur hún við af Kristjáni Frey Kristjánssyni, sem nú starfar hjá Meniga.

Salóme hefur starfað sem forstöðumaður Opna háskólans í HR frá árinu 2011, en hún hefur BSc-gráðu í viðskiptafræði frá HR og diplómagráðu í markaðssamskiptum og vörumerkjastjórnun frá EHÍ.

Þorsteinn Gunnarsson, stjórnarformaður Klaks Innovit, segir mikinn feng í að fá Salóme til liðs við fyrirtækið, enda sé hún ungur og kraftmikill stjórnandi. Hún segir sjálf spennandi að taka við kyndlinum af Kristjáni og byggja á því góða starfi sem átt hafi sér stað hjá Klak Innovit á síðustu árum.