"Þetta er alveg sama stefna og valdið hefur umtalsverðum skaða í fyrri björgunarleiðöngrum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF), til dæmis í Asíukreppunni," segir Jón Daníelsson, hagfræðingur við London School of Economics, á vefsíðu BBC um stýrivaxtahækkun Seðlabankans í morgun. Hækkunin sú virðist vera helsta heimsfrétt dagsins að mati BBC því hún  aðalfréttin á forsíðu fréttavefs BBC kl. 16 í dag.

"Í ljósi þess hve miklum skaða háir stýrivextir ollu í aðdraganda kreppunnar er það mjög óheppilegt að það sé hluti af skilyrðum IMF að hávaxtastefnunni sé haldið áfram," segir Jón Daníelsson ennfremur í grein sem hann ritar um málið á vef BBC .

Í frétt BBC segir að í morgun hafi Seðlabanki Íslands tilkynnt um hækkun stýrivaxta úr 12% í 18%, tveimur vikum eftir að vextirnir höfðu verið lækkaðir úr 15,5%. Vitnað er til orða Davíðs Oddssonar, seðlabankastjóra um að hækkunin sé þáttur í samkomulagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í tengslum við 2 milljarða bandaríkjadala lánveitingu sjóðsins hingað til lands. Markmiðið sé að stuðla að stöðugleika en hækkunin eigi aðeins að verða tímabundin.

Sjá frétt BBC hér .