Samanlagður hagnaður þriggja stærstu viðskiptabankanna auk fjárfestingabankans Straums voru 34,7 milljarðar á öðrum ársfjórðungi.

Landsbankinn færir gengishagnað vegna falls íslensku krónunnar nánast alfarið í gegnum rekstrarreikning sem eykur hagnað bankans talsvert. Glitnir færir gengishagnað af eiginfjárvörnum hins vegar í gegnum efnahagsreikning.

Kaupþing fer nokkurs konar milliveg í þessum málum og færir sér til tekna gjaldeyrishagnað af þeirri stöðu sem var umfram eiginfjárvarnir.

Straumur tapaði 1,4 milljón evra á öðrum fjórðungi eftir skatta, eða sem nemur 174 milljónum króna.