Helsta ógnin sem steðja að rekstri fyrirtækja er samdráttur í innlendri neyslu, samkvæmt stjórnendakönnun MMR og Viðskiptablaðsins. Könnunin var gerð dagana 28. mars til 5. apríl meðal forstjóra, framkvæmdastjóra, fjármálastjóra, markaðsstjóra, framkvæmdastjóra einstakra deilda og sviða og annarra lykilstjórnenda í 760 fyrirtækjum á íslandi. Alls svöruðu 630 einstaklingar í 450 fyrirtækjum. Ítarlega er greint frá niðurstöðum könnunarinnar í tólf blaðsíðna sérblaði sem fylgir Viðskiptablaðinu á morgun.

Helsta ógnin sem steðjar að rekstri fyrirtækis samkvæmt könnun MMR
Helsta ógnin sem steðjar að rekstri fyrirtækis samkvæmt könnun MMR
© None (None)

Stækka má myndina með því að smella á hana.


Þegar grennslast var fyrir um það hvaða ógnir menn teldu helstar steðja að rekstrinum á næstu 12 mánuðum reyndust áhyggjur manna vera æði fjölþættar, en nefna mátti eins margar ógnir og menn lysti. Langefst á blaði var samdráttur í innlendri neyslu, en hún hefur verulega dregist saman og engin teikn á lofti um að hún sé almennt að taka við sér, þó finna megi undantekningar. Stjórnvöld og forystumenn í athafnalífi hafa verið á einu máli um að hún þurfi að taka við sér svo efnahagsbati nái einhverju máli. Tæplega helmingur svarenda telur það helst ógna rekstrarforsendum sínum, að það gangi ekki eftir.

Fleiri ógnir voru þó nefndar en 42,5% telja að óheilbrigt samkeppnisumhverfi ógni rekstrinum hjá sér. Nú var ekki leitað nákvæmari svara um í hverju það umhverfi fælist, en sennilegt er að þar eigi margir við þá stöðu að fjölmörg fyrirtæki á samkeppnismarkaði eru rekin undir handarjaðri hins opinbera eða bankanna, sem eru mismikið á þess forræði.

Næst óttuðust menn hærri hráefniskostnað og veikingu krónu, sem eru nátengdar ógnir, en svo var nefndur aukinn launakostnaður og gjaldeyrishöft, en þær ógnir verða tæpast umflúnar. Hins vegar segir það sína sögu um einangrun Íslands, að fæstir tiltóku samdrátt í alþjóðahagkerfinu, sem þó er nokkur hætta á, og Íslendingar yrðu illa fyrir barðinu á ef til kæmi.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaði morgundagsins er:

  • Landspítalinn er kominn inn að beini, segir Björn Zoega, forstjóri Landspitalans, í viðtali við Viðskiptablaðið.
  • Óvissan stendur upp úr í þjóðhagsspá Seðlabanka Íslands
  • Milljarðamæringar kaupa Haga
  • Stanford vill kaupa All Saints
  • Erfitt er að greina þróun á fasteignamarkaði, sem hefur legið upp á við
  • Um 15 ráðgjafar og starfsmenn yfirheyrðir í Lúxemborg
  • Goddur skrifar um hina heilögu bók
  • Tólf blaðsíðna sérblað þar sem greint er frá niðurstöðum stjórnendakönnunar MMR og Viðskiptablaðsins