Heildarframleiðsla á kjöti í ágúst minnkaði um 12,9 prósent frá því á sama tíma í fyrra. Sala á kindakjöti var þó 44,9 prósent meiri nú í ágúst en í fyrra, talsvert af því var þó ætlað til vinnslu. Sala á svínakjöti jókst um 9,3 prósent á tímabilinu.

Í frétt á vef Bændablaðsins segir að heldarframleiðsla í ágúst hafi verið 1.564.334 tonn og að samdráttur hafi verið í framleiðslu á öllum tegundum kjöts nema svínakjöti. Framleiðsla á svínakjöti jókst um 8,7 prósent á tímabilinu.

Bændablaðið segir að sauðfjárslátrun hafi farið seinna af stað en í fyrra og að hún hafi verið 57,4 prósentum minni en í ágúst í fyrra. Alifuglaslátrun minnkaði um 10,6 prósent og 14,3 prósent færri nautum var slátrað nú en í fyrra.