Landsframleiðsla Þýskalands dróst saman um 0,2% á síðustu þremur mánuðum ársins 2011. Útflutningur minnkaði þar sem samdráttur varð á eftirspurn nágrannaríkja eftir þýskum varningi.

Fyrir árið í heild mældist hagvöxtur í Þýskalandi 1,7%. Í Frakklandi var hann 1,5%, samkvæmt frétt BBC um málið.

Einn viðmælanda BBC segir að tölurnar yfir fjórða ársfjórðung séu betri en búist var við. Samdráttinn megi rekja til evrukrísunnar. Sterklega er búist við að Þýskaland standi af sér það kreppuástand sem ríkir í mörgum löndum Evrópu.