Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrv. viðskiptaráðherra mun leiða lista Samfylkingarinnar í komandi alþingiskosningum en prófkjör flokksins fór fram í gær.

Björgvin leiddi einnig listann í síðustu kosningum.

Samfylkingin hefur nú tvo þingmenn úr kjördæminu en Lúðvík Bergvinsson, gaf ekki kost á sér til endurkjörs.

Alls kusu 2389 í netprófkjöri flokksins og röð 6 efstu manna varð þessi:

  • Björgvin G. Sigurðsson
  • Oddný Guðbjörg Harðardóttir
  • Róbert Marshall
  • Anna Margrét Guðjónsdóttir
  • Guðrún Erlingsdóttir
  • Þóra Þórarinsdóttir

Sigmundur Ernir líklega á leiðinni á þing

Þá lauk netprófkjöri Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi einnig i gær en þetta er í fyrsta skipti sem prófkjör fer fram rafrænt.

Kristján L. Möller, samgönguráðherra leiðir lista flokksins, líkt og í síðustu kosningum. Flokkurinn hefur tvo þingmenn í kjördæminu nú en Einar Már Sigurðsson gaf ekki kost á sér til endurkjörs.

Sigmurndur Ernir Rúnarsson, fyrrverandi fréttamaður á Stöð 2 kemur nýr inn á lista Samfylkingarinnar. Ef Samfylkingin heldur sama fjölda þingmanna í kjördæminu verður hann þingmaður í vor.

Alls greiddu 2.574 atkvæði í prófkjörinu. Kosningin er bindandi fyrir átta efstu sætin sem raðast þannig:

  • Kristján L. Möller 1173 atkvæði
  • Sigmundur Ernir Rúnarsson 917 atkvæði
  • Jónína Rós Guðmundsdóttir 844 atkvæði
  • Logi Már Einarsson 737 atkvæði
  • Helena Þ. Karlsdóttir 942 atkvæði
  • Örlygur Hnefill Jónsson 1138 atkvæði
  • Herdís Björk Brynjarsdóttir 1174 atkvæði
  • Stefanía G. Kristinsdóttir 1245 atkvæði

Þá kemur fram á vef flokksins að Jónína Rós var flutt upp í þriðja sæti vegna kynjakvóta