Hver man ekki eftir "lifnapillunum" sem krakkar gáfu hver öðrum á leikskólunum í gamla daga? Þeir sem þóttust hafa orðið fyrir vel lukkuðu tilræði fengu lifnapillu og röknuðu úr rotinu samstundis. Nú ætlar heilbrigðisráðherra að lífga við samkeppni á lyfjamarkaði og gefa henni lifnapillu, enda er lyfjakostnaður meiri hér en í flestum öðrum Evrópulöndum.

Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra segir að mögulegt sé að opna íslenska lyfjamarkaðinn og efla samkeppni, til að ná fram auknu framboði og lægra lyfjaverði. "Íslenski lyfjamarkaðurinn virkar ekki sem skyldi, eins og staðan er núna," segir hann. Hann segir að lyfjaverð sé hærra á Íslandi en gengur og gerist á hinum Norðurlöndunum og langt yfir meðalverði í ríkjum Evrópubandalagsins.

Lesið úttekt á íslenska lyfjamarkaðinum í Viðskiptablaðinu í dag