Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Sparisjóðs Keflavíkur við tvo aðra sparisjóði. Sparisjóður Keflavíkur keypti Sparisjóð Þórshafnar og Sparisjóð Húnaþings og Stranda á síðasta ári.

Í frétt frá Samkeppniseftirlitinu segir að rannsókn hafi ekki bent til þess að samrunarnir raski samkeppni, og því verði ekkert aðhafst vegna þeirra.