Fjarskipti hf. sendi Samkeppniseftirlitinu kvörtun þann 27. september 2012 þar sem meintri markaðsmisnotkun Farice ehf. var lýst.

Þá mun Farice hafa verið sakað um að hafa boðið gagnaverum lægra verð fyrir gagnaflutningsþjónustu, meðan fjarskiptafyrirtæki þyrftu að greiða talsvert hærra verð.

Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins, eftir að hafa aflað sér gagna og sjónarmiða í málinu, er sú að fjarskiptafélög og gagnaver séu ekki keppinautar sem starfa á sama þjónustumarkaði hér á landi.

Í ljósi niðurstöðu rannsóknar stofnunarinnar var ekki talin ástæða til þess að aðhafast frekar í málinu, heldur er það látið kyrrt liggja.