Samkeppniseftirlitið hefur nú sett 27 yfirtökum banka skilyrði. Eru þá meðtaldar ákvarðanir vegna yfirtöku skilanefnda á bönkum og yfirtaka Framtakssjóðs Íslands á Vestia. Eftirlitið greinir frá þessu á heimasíðu sinni, af tilefni af fjölmiðlaumfjöllun um samkeppnisröksun sem stafar getur af rekstri banka á atvinnufyrirtækjum.

Af 27 ákvörðunum eru 10 þeirra ekki lengur virkar vegna breytinga á yfirráðum. Má þar nefna yfirtöku Arion banka á Högum (1998 ehf.), sem nú er að um þrijungshlut komin í eigu nýrra aðila.

Í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins segir að hvert málanna hafi sín sérkenni, og í hverri rannsókn séu samkeppnisleg áhrif af eignarhaldi banka á atvinnufyrirtæki vegin og metin. Engu að síður séu skilyrðin sem sett hafa verið áþekk frá einu fyrirtæki til annaars, og sambærileg sjónarmið lögð til grundvallar.

Tilkynning Samkeppniseftirlitsins .