Í fæðingu er samkomulag um að ljúka þingstörfum. Rætt er um það núna að frumvarp um stjórn fiskveiða, kerfisbreytingin, og hin svokallaða rammaáætlun um vernd og nýtingu orkuauðlinda, nái ekki fram að ganga. Hins vegar sé gert ráð fyrir því að veiðigjaldafrumvarpið verði klárað þó svo að ekki liggi endanlega fyrir nákvæmlega í hvaða mynd það verði, að því er Morgunblaðið hefur eftir heimildarmönnum sínum.

Sömu heimildir herma einnig að á meðan ekki liggi fyrir hver endanleg mynd veiðigjaldafrumvarpsins verði séu menn ennþá að ræða saman og verið sé að skoða það að ljúka störfum þingsins um næstu helgi