Janet Yellen nýr seðlabankastjóri Bandaríkjanna hefur gefið til kynna að hún muni halda stýrivöxtum lágum á næstunni. Þetta segir BBC fréttastofan.

Í fyrstu ræðu sinni sem Yellen hélt frá því að hún varð seðlabankastjóri segir Yellen að atvinnumarkaðurinn sé langt því frá að hafa náð bata. Yellen minntist líka á það hversu brothætt alþjóðahagkerfið væri en sagði að það stefndi ekki efnahag Bandaríkjanna í hættu.

Yellen sagði að það væri mikilvægt að það væri samfella í starfi seðlabankans og að hún væri sammála þeim áherslum sem Ben Bernanke, forveri hennar, hefði haft.