Á stjórnarfundum í Eglu hf. og Fjárfestingafélagsins Vendingu ehf. sem haldnir voru hinn 15. september 2006, var undirrituð samrunaáætlun félaganna, segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Áætlunin gerir ráð fyrir að Egla hf. yfirtaki alla starfsemi Fjárfestingafélagsins Vendingar ehf. Við sama tímamark voru undirritaðar greinargerðir stjórna beggja félaganna.

Samruninn, ef af verður, miðast við 1. júlí 2006. Hluthafar í Fjárfestingafélaginu Vendingu ehf. fá hluti að nafnverði kr. 437.601,00 í Eglu hf. í stað hluta sinna í félaginu, segir í tillkynningunni.