Fjármálaeftirlitið samþykkti samruna AFL-sparisjóðs og Arion banka 15. október sl. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem birtist á vef Fjármálaeftirlitsins í dag.

Arion banki mun taka við öllum réttindum og skyldum Afl-sparisjóðs og verða félögin sameinuð undir nafni Arion banka hf.

Samruninn mun ekki hafa áhrif á greiðslustað skuldaskjala en frestur til að gera athugasemdir við yfirfærslu innlánsreikninga er 30 dagar frá deginum í dag.