Samskip voru að taka í notkun nýjar og glæsilegar höfuðstöðvar við Kjalvog. Í tilefni þess kemur Knútur G. Hauksson, forstjóri Samskipa í Viðskiptaþáttinn og segir okkur frá því hvernig þeir ætla að nota þetta mikla hús sem telur hvorki fleiri né færri en 27 þúsund fermetra og hvaða möguleika þetta færir starfsemi félagsins.

Í morgun var greint frá því að gistirými Hálendismiðstöðvarinnar við Hrauneyjar hefði verið aukið um 80% með samningum um leigu á starfsmannabúðum Landsvirkjunar. Við heyrum í Friðrik Pálssyni framkvæmdastjóra Hrauneyja í þættinum.

Á morgun verður haldið málþing á Menntadegi iðnaðarins undir heitinu: ?Menntun, þekking, menning" og Ingi Bogi Bogason, menningarfulltrúi Samtaka iðnaðarins, segir frá því sem er þar á döfinni.

Í lokin kemur síðan Jónas G. Friðþjófsson frá greiningardeild Íslandsbanka í Viðskiptaþáttinn og ræðir þær miklu breytingar sem orðið hafa á gengi Flugleiða undanfarið og hvað er þar að baki.