Samtök atvinnulífsins leita að ungu fólki í námi sem vill leggja sitt af mörkum við að auka samkeppnishæfni lands og þjóðar.

„Ef þú býrð yfir hugmynd  sem getur bætt bætt hag Íslendinga eða vilt greina sóknarfæri á sviði atvinnumála, efnahagsmála, vinnumarkaðsmála eða velferðarmála, þá viljum við heyra í þér. Fyrir réttu verkefnin eru í boði styrkir og hugsanlega vinnuaðstaða í Húsi atvinnulífsins ásamt samstarfi við starfsmenn SA,“ segir á vef samtakanna.