Santander Central Hispano, stærsti bankinn að markaðsvirði á Spáni, staðfesti í gær að hann hyggðist selja fasteignir sínar á Spáni. Markaðsvirði fasteignanna - um fjörutíu talsins - er í kringum fjórir milljarðar evra. Höfuðstöðvar bankans sem eru til húsa í miðborg Santander er eina byggingin sem ekki er gert ráð fyrir að verði seld. Santander hefur greint frá því að áætlunin sé liður í því að fjármagna yfirtökutilboð - sem bankinn tekur þátt í ásamt Royal Bank of Scotland og Fortis - í hollenska bankann ABN Amro.