Rétt var að hækka stýrivexti um 600 punkta í gær til þess að styrkja við gegni íslensku krónunnar.

Þetta hefur Dow Jones-fréttaveitan eftir sérfræðingum sænska bankans SEB.

Þeir segja að sama skapi muni hækkunin hafa mjög neikvæð áhrif á íslenska neytendur og fyrirtæki og leiða til mikils samdráttar í eftirspurn í hagkerfinu.

Hinsvegar er jákvæða hliðin á þeirri þróun að viðskiptahallinn muni þá leiðréttast og það muni á endanum leiða til gengisstyrkingar krónunnar.