Seðlabanki Kína og Seðlabanki Íslands hafa endurnýjað gjaldmiðlaskiptasamning sinn. Upprunalegi samningur ríkjanna tveggja var undirritaður árið 2010 og endurnýjaður árið 2013. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabanka Íslands.

Tilgangur samningsins er að efla viðskipti milli landanna og styðja þar með við beina fjárfestingu, ásamt því að efla fjárhagsleg tengsl. Samningurinn felur í sér viðbúnað til að tryggja greiðsluflæði milli landanna.

Fjárhæð samningsins er 57 milljarðar króna eða 3,5 milljarðar kínverskra júana. Samningurinn gildir í þrjú ár og er endurnýjanlegur að þeim tíma liðnum.