Seðlabankastjóri Ísraels tilkynnti fyrr í vikunni að hann myndi hætta störfum þann 30. júní næstkomandi, tveimur árum fyrr en hann átti að gera. Eina skýringin sem gefin hefur verið er að Fischer vilji vera nær fjölskyldunni sem býr í Bandaríkjunum

Stanley Fischer hafði gegnt embætti aðalhagfræðings Alþjóðabankans og starfað sem aðstoðarframkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins áður en hann tók við sem bankastjóri ísraelska seðlabankans.

Fischer er sextíu og níu ára gamall og segist ekki vera á leiðinni í aðra vinnu. Þau hjónin munu nú flytja aftur til bandaríkjanna.