*

fimmtudagur, 4. júní 2020
Erlent 8. júlí 2019 13:19

Tyrkneski gjaldmiðillinn tekur dýfu

Tyrknesska líran féll um 3% eftir að Erdogan forseti landsins rak seðlabankastjórans.

Ritstjórn
Recep Tayyip Erdogan var ósáttur við hægfara vaxtalækkun Seðlabankans og lét til sín taka.
european pressphoto agency

Seðlabankastjóri Tyrklands, Murat Cetinkaya, var rekinn um helgina af forseta landsins, Recep Tayyip Erdogan, sem var ósáttur við hve lengi og litið stýrivextir bankans höfðu lækkað.

Financial Times greinir frá þessu og hefur eftir fyrrum seðlabankastjóranum Ibrahim Turan, að brottreksturinn skaði mjög trú manna á stjórnsýslu landsins og sjálfstæði seðlabankans. Brottreksturinn þýði jafnframt að nýi seðlabankastjórinn, Murat Uysal, fyrrum aðstoðarbankastjóri, verði álitinn strengjabrúða Erdogan.

Faik Oztrak, fyrrum fjármálaráðherra landsins og meðlimur í stærsta stjórnarandstöðuflokksins, sagði Seðlabankann nú vera fanga í forsetahöll Erdogans. Brottreksturinn er sagður auka enn á áhyggjur erlendra fjárfesta af stofnanainnviðum landsins sem séu æ meira undir ægivaldi Erdogans.

Þá er talið líklegt að nýi seðlabankastjórinn muni lækka vexti skarpt á næstunni sem bjóði hættunni heim á að gjaldeyriskrísa síðasta árs endurtaki sig, en tyrkneska líran félli þá um 30% á fáeinum dögum. Slík gengisfall muni valda meiri skaða nú þar sem fyrirtæki landsins hafi tekið mikið af lánum í erlendum gjaldmiðlum á undanförnum mánuðum. Tyrkneska líran féll um 3% við opnun markað í dag.

Stikkorð: Tyrkland Líra seðlabanki Erdogan