Þórarinn G. Pétursson og Már Guðmundsson
Þórarinn G. Pétursson og Már Guðmundsson
© BIG (VB MYND/BIG)
Seðlabankinn auglýsir í dag annað gjaldeyrisútboð, þar sem hann býðst til að kaupa íslenskar krónur, þ.e. aflandskrónur, gegn greiðslu í reiðufé í erlendum gjaldeyri. Útboðið er eins og það sem haldið var í júní síðastliðnum og var hið fyrsta sem liður í losun gjaldeyrishafta samkvæmt áætlun þar um. Útboðið fer fram 12. júlí næstkomandi og býðst bankinn til að kaupa 15 milljarða króna gegn greiðslu í evrum, líkt og síðast.

Í útboðsskilmálum kemur fram að tilboðsgjafar geta einungis verið erlendir aðilar eða innlendir sem eiga krónur í erlendum bönkum og hafa áætt þær samfellt frá 28. nóvember 2008. Samhliða útboðinu mun Seðlabankinn, fyrir hönd ríkissjóðs, bjóðast til að kaupa til baka krónuskuldabréf ríkissjóðs sem falla á gjalddaga fyrir lok maí 2013.

Í tilkynningu frá Seðlabankanum kemur fram að seinni leggur útboðsins, þar sem aðilum býðst að kaupa evrur gegn greiðslu í ríkisverðbréfum, verði haldið eftir fyrstu viku ágústmánaðar.

Þá kemur fram að stefnt sé að því að næsta og þriðja útboðið, þar sem Seðlabankinn býðst til að kaupa íslenskar krónur, verði haldið í september næstkomandi.