Það var enginn gámur fullur af krónum fastur á Reykjavíkurflugvelli né annarsstaðar. Þetta segir Stefán Jóhann Stefánsson, ritjstóri hjá Seðlabankanum.

Í viðtali við Bloomberg Business Magazine sagði Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, að í október 2008 hafi Seðlabanki Íslands ekki getað leyst út gám fullan af krónum. Það hafi verið vegna þess að breskt fyrirtæki sem annaðist peningaprentun fyrir Seðlabankann heimtaði að fá greitt í Sterlingspundum. Seðlabankinn hafði ekki lengur aðgang að breskum bankareikningi sínum, segir í frétt Bloomberg.

Stefán Jóhann segir fréttina ranga og byggða á ákveðnum misskilningi. Hann segir að Seðlabankinn hafi ekki átt í neinum vandræðum með að borga fyrir pantanir og að þær hafi allar verið afgreiddar. Engin vandræði hafi heldur fylgt afgreiðslu seðla úr Seðlabankanum.

Frétt Viðskiptablaðsins um orð Árna Tómassonar má lesa hér .