*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 2. nóvember 2011 09:18

Seðlabankinn hækkar óvænt stýrivexti

Seðlabankinn spáir því að hagvöxtur í ár og á næsta ári verði meiri en reiknað var með í síðustu hagspá bankans.

Ritstjórn
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Seðlabankinn hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 0,25 punkta og fara stýrivextir við það í 4,75%. Þetta er þvert á spár allra greiningardeilda og annarra sem birtu stýrivaxtaspár í aðdraganda vaxtaákvörðunardags. Allir höfðu reiknað með óbreyttum vöxtum.

Í Peningamálum Seðlabankans, sem koma út á sama tíma, kemur fram og hagtölur staðfesti að efnahagsbatinn hafi haldið áfram þrátt fyrir að dragi úr hagvexti í heiminum og óvissa aukist.

Seðlabankinn býst við að hagvöxtur verði meiri í ár og á næsta ári en gert var ráð fyrir í ágúst og að verðbólga verði minni vegna gengisstyrkingar krónunnar.

Daglánavextir fara í 5,75%, hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum í 4,5% og vextir af lánum gegn veði til sjö daga, sem nú eru hinir eiginlegu stýrivextir, fara úr 4,5% í 4,75%