Seðlabankinn í Kína hefur beitt stjórntækjum sínum til að lækka vaxtakostnað í landinu. Dregið hefur úr bindiskyldu banka auk þess að seðlabankinn lækkaði innlánsvexti sína til tólf mánaða. Þetta kemur fram í greingu IFS Greiningu.

Þriggja mánaða millibankavextir í Sjanghai hafa í kjölfarið lækkað úr 4.9% í lok fyrsta fjórðungs í um 2.9% í dag. Ástæðan fyrir þessum aðgerðum er talin vera mikil endurfjármögnunarþörf kínverskra sveitafélaga á næstu misserum.