Sala íbúða í Singapúr dróst saman um 33% í fyrra og hefur ekki verið lægri í fjögur ár. Seðlabankinn segir að fasteignamarkaðurinn sé að aðlaga sig. Nýjum fasteignalánum hefur fækkað og þau eru kostnaðarsöm, segir Seðlabankinn í skriflegri yfirlýsingu til Bloomberg fréttastofunnar . Tímaritið Forbes birti grein í vikunni þar sem segir að Singapúr stefni í hrun „í líkingu við Íslandshrunið“.

Singapúr birti á síðasta ári nýjar reglur um fasteignalán til einstaklinga. Í nýju reglunum fólust skilyrði um hraðari endurgreiðslur en einnig hærri skatta. Þá tók íbúðaverð að lækka en það hafði ekki gerst í tvö ár.

Seðlabankinn segir aftur á móti að tekin hafi verið ákveðin skref til þess að draga úr eftirspurn á markaði. Fjármálastofnanir í Singapúr standi vel og séu vel fjármagnaðir.