Ummæli fjárfestisins Jim Rogers um að fjármálahverfið London sé búið að vera vera hafa eðlilega vakið hörð viðbrögð í Bretlandi.

Í opnu bréfi í breskum fjölmiðlum hafa hagfræðingarnir David Simmonds og Ross Walker mótmælt því sem þeir kalla heimsendaspá Rogers. Hann hélt því fram fyrr í vikunni að það væri ekki rétt að segja að London væri farið í hundanna, nær væri að segja að fjármálhverfi borgarinar hætti við að óyfirstíganlega erfiðleika að etja. Hvatti hann fjárfesta til að selja pund.

Þó áhugavert sé að deila um orðskýringar þá er ljóst að ummæli manns eins og Jim Rogers vekja alltaf athygli, ekki síst þegar þau eru af þessu tagi. Rogers varð þekktur sem annar stofnenda að  Quantum Fund með George Soros. Hann hefur sótt Ísland heim og fjárfesti þá í nokkrum félögum.

Ummælin sem hann lét falla hafa einnig vakið viðbrögð hjá Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, sem sagði að engin leið væri að byggja pólitík á slíkum ummælum enda kæmu þau frá mani sem fyrst og fremst hefði stundað spákaupmennsku.