Ken Frazier, framkvæmdastjóri lyfjafyrirtækisins Merck efast mjög um að bóluefni gegn COVID-19 sjúkdómnum finnist innan 12 til 18 mánaða. Frá þessu er greint á vef Financial Times . Hann segir að prófanir á lyfinu séu afar stórar og mun það taka marga mánuði ef ekki ár að klára þær.

„Við verðum að vera viss um að bóluefsé öruggt þar sem um milljónum manns ef ekki milljörðum manns verður gefið bóluefnið,“ sagði Frazier í samtali við Financial Times.

Þessi yfirlýsing hjá Frazier kemur þegar aðeins tvær vikur eru liðnar frá því að ríkisstjórn Bandaríkjanna kynnti verkefni sem ætlað er að minnka tímann sem það mun taka að finna bóluefni umtalsvert. Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump sagði þá að hann vonist til að bóluefni gegn veirunni muni finnast fyrir árslok.