Rúmum helmingi starfsmanna íþróttavöruverslunarinnar Intersport var sagt upp í ágúst eða 27 af rúmlega 50, að sögn Fréttablaðsins.

Blaðið segir þetta einu hópuppsögnina sem Vinnumálastofnun hafi borist í mánuðinum og hefur eftir Gissuri Péturssyni, forstjóra Vinnumálastofnunar, að hann voni að þeir sem hafi misst vinnuna komist fljótt í önnur störf.

Intersport er í eigu Norvik, félags í eigu Jóns Helga Guðmundssonar, sem löngum hefur verið kenndur við Byko, og fjölskyldu hans.

Undir Norvik-samstæðuna er sömuleiðis Kaupás og Byko. Viðskiptablaðið greindi frá því í apríl á þessu ári að unnði sé að því að selja Kaupás til SÍA II, sjóðs sem rekinn er af Stefni, dótturfélagi Arion banka. Undir Kaupás eru verslanir á borð við Nóatún, Krónuna og Kjarval.

Sports Direct kemur í stað Intersport .