Pierre Moscovic fjármálaráðherra Frakklands sagði í dag að ríkissjóður Frakklands sé ekki gjaldþrota. Þetta kemur fram á vef BBC.

Þessi yfirlýsing fjármálaráðherrans kemur í kjölfar ummæla Michel Sapin vinnumálaráðherra landsins í viðtali við fjölmiðla í gær. Sapin hefur í millitíðinni dregið í land.

Skuldir Frakklands í lok síðasta árs fóru í 90% af vergri landsframleiðslu. Franskur efnahagur er mjög hrjáður þessi misserin og stanslausar fréttir af erfiðleikum hjá fólki og fyrirtækjum