Hvað varðar horfur á álmarkaðnum segir Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, samtaka álframleiðenda á Íslandi mikilvægt að hafa í huga að það sama eigi við um álbirgðir og birgðir í öðrum atvinnugreinum, það verði að horfa á magn birgða í hlutfalli við eftirspurn.

„Ef þær eru skoðaðar í því ljósi hefur dagafjöld­ inn sem það tekur að tæma vöruhús­ in miðað við núverandi eftirspurn skroppið saman úr 100 dögum á fyrsta ársfjórðungi 2013 niður í 84 daga í nóvember. Þegar verðið var í hæstu hæðum 2007 hefði það tekið 60 daga og talað er um að markaður­ inn sé í jafnvægi þegar birgðastað­ an er nálægt 75 dögum. Álverð hefur lækkað undanfarið, en það er að stórum hluta vegna þess að London Metal Exchange var að þrengja regl­ ur um birgðahald. Það kemur róti á markaðinn til skamms tíma á meðan hann leitar jafnvægis á ný. Á árunum eftir hrun var mikil birgðasöfnun og gert er ráð fyrir því að vegna reglu­breytingarinnar muni um ein millj­ón tonna af áli losna út á markaðinn á næstu tveimur árum eða til ársloka 2015. Til samanburðar má geta þess að frumframleiðsla á áli er um 50 milljónir tonna á ári. Reglubreyting LME var ekki óvænt, hennar hafði verið beðið um nokkurn tíma, og því er ekki búist við að áhrifin til lækk­unar verði viðvarandi."

Þegar til lengri tíma er litið, eða til ársins 2017, gerir óháða grein­ingarfyrirtækið CRU sem býr yfir mestri sérþekkingu á álmarkaðn­um ráð fyrir því að eftirspurn muni halda áfram að aukast verulega og að álverð hækki hóflega ár frá ári.

„Fyrir nokkrum árum var heildar­ eftirspurn á ári um 40 milljónir tonna, hún er núna komin í um 50 milljónir tonna og því er spáð að árið 2017 muni eftirspurn eftir áli nema 62 milljónum tonna. Mað­ ur les varla um að ný bílategund sé framleidd án þess að meira ál sé notað en í módelinu á undan. Það er mikil áhersla lögð á að létta bifreið­ ar til að minnka eldsneytisnotkun og draga úr losun gróðurhúsaloft­ tegunda, t.d. má nefna það að í nýja Tesla­bílnum eru 98% grindarinnar úr áli. Árið 1990 voru um 40-­90 kíló af áli í hverjum bíl, en núna eru þau á bilinu 120­-150 kíló og búist er við því að árið 2025 verði talan komin í 250 kíló. Þetta þýðir að hver bíll eyðir að meðaltali um 65 lítrum minna á ári og dregið hefur úr los­ un gróðurhúsalofttegunda frá árinu 2000 um 6,8%. Bílaframleiðsla og byggingariðnaðurinn eru stærstu markaðirnir fyrir ál í Evrópu og það skiptir sköpum fyrir horfur í áliðn­ aðinum ef þeir taka við sér. Sam­ dráttur hefur verið mikill á báðum þessum mörkuðum á undanförnum árum vegna evrukrísunnar og því er mikil eftirspurn í pípunum sem bú­ ist er við að losni um nú þegar rofar til í Evrópu."

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .