Passos Coelho forsætisráðherra Portúgals segir að ríkið muni ljúka við þriggja ára aðgerðaráætlun í efnahagsmálum þann 17. maí án þess að þurfa frekari lánalínur.

Aðgerðaráætlunin, sem fylgdi 78 milljarða láni, hafði verið í gangi frá því í maí 2011. Aðgerðin var unnin í samráði portúgalskra stjórnvalda, Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Allt frá því að aðgerðaráætlunin hófst hefur Portúgal fylgt aðgerðaráætluninni eftir með erfiðum en nauðsynlegum aðgerðum.

BBC greindi frá.