Sævar Freyr Þráinsson forstjóri 365 miðla sagði á starfsmannafundi að rekstrarhagnaður félagsins hafi verið í kringum milljarð á árinu 2015. Kjarninn segir frá þessu. Sævar er forstjóri fyrirtækisins og starfandi fjármálastjóri.

Ef satt reynist er um mikinn viðsnúning á rekstri samsteypunnar að ræða, en eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað ítarlega um reyndist tap 365 miðla á árinu 2014 nema rúmum 1,6 milljarði króna. Helsta skýringin á taprekstrinum þá var 1.071 milljóna króna endurskipulagningarkostnaður.

Þó hefði verið verulegt tap af rekstrinum ef þessi einskiptiskostnaður hefði verið strikaður út af reikningnum - en tap fyrir tekjuskatt án endurskipulagningarkostnaðarins hefði verið 568 milljónir íslenskra króna.