Lán upp á einn milljarða Bandaríkjadala sem ríkissjóður tekur til að greiða inn á skuldir við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Norðurlöndunum bera 6% vexti samanborið við 3,0-3,5% vexti frá sjóðnum.

Hagfræðingurinn Ólafur Margeirsson bendir á það í pistli sínum í síðasta tölublaði Viðskiptablaðsins ábatann fyrir ríkissjóð að taka lánið. Það beri 6,0% fasta vexti (ólíkt hinum) og sé til endurgreiðslu árið 2022 í stað 2013-2018 eins og lánin frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Norðurlöndunum. Í heimi óvissu þar sem enginn viti hvaða vextir verða í framtíðinni geti það verið ágætt, að sögn Ólafs.

Ólafur bendir hins vegar á það að 6% vextir séu mjög háir nú um stundir, meira að segja hærri en þegar ríkissjóður fjármagnaði sig í svipuðu skuldabréfaútboði til fimm ára í fyrra.

„Ég undirstrika það sem ég sagði þá: ríkissjóður Íslands er álitinn verri skuldari en húsnæðislántaki í Bandaríkjunum sem í dag er boðið ca. 2,99% nafnvexti (þetta er ekki prentvilla!) á húsnæðisláni með fasta vexti til 15 ára!“

Pistil Ólafs má nálgast í heild sinni hér .