Ríkisstjórnir ættu að íhuga að gera út af við seðla með hátt nafnverð, segir fyrrverandi bankastjóri Standard Chartered að nafni Peter Sands . Hann segir seðlana vera skaðlega fyrir heimsefnahaginn.

Seðlar með hátt nafnverð eins og 500 evru seðlar, 100 dala seðlar og 50 punda seðlar - líkt og íslenski tíuþúsundkrónaseðillinn - eru aðeins til ama, að mati Sands. Seðlar af þessu tagi eru engum hentugir nema glæpamönnum, og launagreiðendum sem vilja borga svart.

Hann telur harðsvíraða glæpamenn standa fyrir fjármagnsflæði sem nemur um tveimur billjónum Bandaríkjadala á hverju ári. Sands heldur einnig að skattsvik komi í veg fyrir að ríkisstjórnir víða um heim nái ekki nema 30% skatttekna sinna ef allir greiddu réttmætar upphæðir.

Peter telur að það myndi ekki gera neinum venjulegum neytanda lífið leitt að gera út af við seðlana fyrrnefndu, þar eð reiðufé er aðeins nytsamlegt í tvo hluti - það er litlar greiðslur og svo ólögmætar greiðslur.

Engum hentar, samkvæmt honum, að bera um á sér tíu þúsund króna seðil til þess að kaupa kaffi - og ef þú hygðist kaupa eitthvað íburðarmeira væri alltaf þægilegra og öruggara að notast við rafrænar greiðslur.