Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi í forsætisnefnd, segir að lögfræðiálit sem Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra kynnti utanríkismálanefnd Alþingis í dag og skoðun ráðherrans grafi undan stöðu Alþingis við stefnumótun í utanríkismálum og gildi þingsályktana almennt.

Niðurstaðan í lögfræðiálitinu er sú að ráðherra sé ekki bundin af þingsályktun sem var gerð í tíð síðustu ríkisstjórnar þegar ákveðið var að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið. Á grundvelli þessa álits íhugar ráðherrann nú að leysa upp samninganefnd og –hópa Íslendinga í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið.