„Með kaupum á eignarhlut í HS Veitum er stórt skref tekið í átt að aukinni fjárfestingu lífeyrissjóða og annarra fagfjárfesta í innviðum landsins", segir Heiðar Már Guðjónsson, fjárfestir sem kemur að kaupum lífeyrissjóða og fleiri fjárfesta að rúmlega 34% hlut í HS Veitum . Kaupverðið nemur 3.140 milljónum króna.

Haft er eftir Heiðari í tilkynningu að aðkoma slíkra aðila tryggi frekar eign almennings á innviðum samfélagsins.

Seljendur hlutarins eru Reykjanesbær, Orkuveita Reykjavíkur, Grindavíkurbær, Sandgerðisbær, Sveitarfélagið Garður og Sveitarfélagið Vogar.