Varaforseti Bandaríkjanna Joe Biden talaði um sína eigin erfiðu fjárhagsstöðu á fundi í Hvíta Húsinu þar sem verið var að ræða fjárhagslega erfiðleika fjölskyldna. Þar sagðist hann ekki einu sinni eiga sparnaðarreikning. Það hefur hins vegar komið í ljós að Joe Biden á sparnaðarreikning. Innstæðan er þó mikil, eða sem nemur tæpum tveimur milljónum íslenskra króna.

Hann sagðist ganga í fötum sem væru ekki mjög dýr og að hann ætti hvorki sparnaðarreikning né hlutabréf. Hins vegar sagðist hann vera með góð laun og ætti von á góðum ellilífeyri.

Þegar Biden var valinn sem varaforsetaefni árið 2008 var hann fátækasti öldungadeildaþingmaður Bandaríkjanna. Hann á eignir metnar á milli 30 og 100 milljóna íslenskra króna, á sama tíma voru eignir Obama Bandaríkjaforseta metnar á 200-700 milljónir króna.