Forsvarsmenn minnihlutans í bæjarstjórn Hafnarfjarðar segja að formann bæjarráðs, Rósu Guðbjartsdóttur, fara með rangt mál þegar hún segri að sparnaður vegna lokunar leikskólans í Brekkuhvami verði 45 milljónir króna.

Minnihlutinn segist draga útreikningana í efa og segja að sparnaðurinn verði ekki nema fimm til sex milljónir króna.

Í fréttatilkynningunni segir:

„Inni í þeirri fjárhæð sem formaður bæjarráðs nefndi í umræddu viðtali er launakostnaður sem ekki er áætlað að sparist þó svo að umræddri starfsstöð verði lokað. Sá kostnaður nemur um 70 prósentum af þeirri fjárhæð sem fullyrt var í umræddu viðtali að kæmi til lækkunar útgjalda bæjarsjóðs.“

Í samtali við Vísi segist Rósa standa við fullyrðingar sínar en tölurnar séu fengnar frá rekstrarstjóra á fjármálasviði Hafnarfjarðarbæjar.