Til stendur að kröfuhafar Glitnis fái Straum fjárfestingarbanka sem ráðgjafa í stað breska fyrirtækisins Talbot Hughes & McKillop (THM), sem hefur verið helsti fjármálaráðgjafi Glitnis og stærstu síðustu árin. Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að ástæðan sé sú að margir kröfuhafar Glitnis eru óánægðir með það hvað nauðasamningsferli Glitnis hefur dregist.

Morgunblaðið segir eigendurm THM hafa verið ráðgjafa Kaupþings og Glitnis og komið að öllum stærstu fjárhagslegu endurskipulagningum íslenskra fyrirtækja frá bankahruni.