*

fimmtudagur, 23. janúar 2020
Innlent 4. desember 2019 12:01

Play ekki enn greitt laun

Hið nýstofnaða flugfélag Play hefur ekki enn greitt starfsfólki sínu út laun fyrir nóvembermánuð.

Ritstjórn
Arnar Már Magnússon er forstjóri hins nýstofnaða lággjaldaflugfélags.

Heimildir DV herma að hið nýstofnaða flugfélag Play hafi ekki enn greitt starfsfólki sínu út laun fyrir nóvembermánuð. Segir DV að í gærkvöldi hafi launin ekki enn borist.

Í frétt DV segir jafnframt að undanfarna mánuði hafi Play verið með starfsemi þó svo að flugrekstur félagsins sé ekki formlega hafinn og að félagið hafi verið að greiða laun. Staða launatengdra gjalda sé hins vegar óviss.

Líkt og greint var frá í morgun, þá hafa eigendur Play boðist til að minnka eignarhlut sinn niður í 30%, til að freista þess að tryggja sér 1,7 milljarða króna fjármögnun frá fjárfestum.   

Uppfærsla kl. 13:14:

Vísir hefur fengið það staðfest frá Maríu Margréti Jóhannsdóttur, að Play hafi ekki getað greitt starfsfólki sínu laun fyrir nóvember. Margrét segir starfsmenn sína stöðunni skilning og að það standi til að greiða laun hið fyrsta. Þá segir hún fjármögnun Play ganga vel.

„Ljóst er að örlítil töf verður á launagreiðslum meðan verið er að ljúka við hlutafjársöfnunina,“ sagði María Margrét í samtali við Vísi.

Stikkorð: laun Play