Samtök atvinnulífsins (SA) eru harðorð í garð peningastefnunefndar Seðlabankans og gagnrýna hafa fyrir að hafa hækkað stýrivexti um 1,75% á síðastliðnu einu og hálfu ári til að vega upp á móti þenslu í efnahagslífinu. Hækkunina segir SA hafa byggst á ofmati á hagvexti og fjárfestingu. SA bendir á að vextir hafi hér hækkað sex sinnum eða um 1,75%. Ákvarðanirnar hafi byggst á áætlunum um samanlagðan hagvöxt í fyrra og á þessu ári um 4,7% til 5,5% og að fjárfestingar myndu aukast um 15 til 30%

SA segir:

„Annað hefur komið á daginn samkvæmt síðustu þjóðhagsspá Hagstofunnar þar sem samanlagður hagvöxtur áranna 2012 og 2013 er áætlaður 3,5%, í stað allt að 5,5%, og samanlagðar fjárfestingar áætlaðar aukast um 2% í stað 15-30%. Seðlabankinn hefur því tekið ákvarðanir á grundvelli áætlana um efnahagsbata sem ekki gekk eftir og var ætlað að vega gegn efnahagsþenslu sem engin varð. Í því ljósi virðist einsýnt að bankinn lækki vexti sína á ný.“

Nánar má lesa um málið hér .