Netflix sagði upp 300 starfsmönnum í vikunni en í síðasta mánuði var 150 starfsmönnum sagt upp hjá félaginu. NY Times greinir frá.

Uppsagnirnar koma í kjölfar mikils tekjufalls hjá efnisveitunni en í apríl síðastliðnum tilkynnti félagið að áskrifendum hefði fækkað um 200.000 en er það í fyrsta skiptið í áratuga sem að félagið upplifir samdrátt í fjölda áskrifenda. Þá gerir veitan ráð fyrir því að áskriftum muni fækka um 2 milljónir á þessu ári. Gengi bréfa félagsins hefur lækkað um 70% á þessu ári.

Til að komast til móts við fjárhagserfiðleika hefur Netflix ákveðið að skoða möguleikann á því að bjóða upp á ódýrari áskriftarleiðir sem innihalda auglýsingar með það að leiðarljósi að auka tekjur félagsins. Gengur það þvert á upprunalegu stefnu þess um engar auglýsingar á efnisveitunni.