Seðlabankastjóri skal hafa lokið meistaraprófi í hagfræði og búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu á peningamálum, samkvæmt frumvarpi til breytinga á lögum um Seðlabanka Íslands.

Frumvarpinu var dreift á Alþingi í kvöld.

Megintilgangur þess er að legga niður bankastjórn Seðlabanka Íslands og þar með embætti þriggja bankastjóra sem sæti eiga í stjórninni. Þá er í frumvarpinu lagt til að innan bankans starfi svokölluð peningastefnunefnd sem hafi það hlutverk að taka ákvarðanir um beitingu stjórntækja bankans í peningamálum.

Í peningastefnunefnd eiga að sitja seðlabankastjóri, tveir af yfirmönnum bankans á sviði mótunar og framkvæmdar stefnu í peningamálum og tveir sérfræðingar á sviði peningamála sem seðlabankastjóri skipar til þriggja ára í senn að fenginni staðfestingu forsætisráðherra.

Samkvæmt frumvarpinu á að ráða einn bankastjóra í stað bankastjórnar. Sá bankastjóri skal sem fyrr segir hafa meistarapróf í hagfræði.

Þess má geta að Már Guðmundsson sem nefndur hefur verið sem mögulegur Seðlabankastjóri hefur meistarapróf í hagfræði frá Cambridge.

Frumvarpið í heild sinni má finna hér.