Japanskt efnahagslíf er að taka við sér því Seðlabanki Japans hefur ákveðið að hverfa frá þeirri miklu þenslustefnu sem verið hefur undanfarin fimm ár, en bankinn hefur verið að dæla peningum út í efnahagslífið, í því skyni að örva hagkerfið, segir greiningardeild Landsbankans.

Þessi ákvörðun er tekin í kjölfar batnandi efnahagsástand í Japan, en bankinn telur litlar sem engar líkur á frekari verðhjöðnun.

Stefnubreytingin mun að öllum líkindum taka nokkra mánuði og Seðlabankinn væntir þess að vexir haldist í 0% í einhvern tíma.

Sextán af tuttugu hagfræðingum sem fréttaveitan Bloomberg spurði voru á þeirri skoðun að Seðlabankinn myndi hækka stýrivexti fyrir enda ársins, en þeir hafa verið nálægt 0% í langan tíma, segir greiningardeildin,