Seðlabankinn mun sennilega hækka vexti frekar í næsta mánuði, hefur greiningardeild Glitnis eftir Arnóri Sighvatssyni, aðalhagfræðingi Seðlabankans, sem var í viðtali við Bloomberg. Stýrivextir eru 14%.

?Arnór segir að það séu vísbendingar um að bankinn þurfi að hækka vexti sína frekar til að ná markmiði um 2,5% verðbólgu innan ásættanlegs tíma. Hann segir að bankinn geti svo sem náð verðbólgumarkmiði sínu með núverandi vaxtastigi en að það muni taka lengri tíma en ef vextir verði hækkaðir frekar,? segir greiningardeildin.

?Í ársfjórðungsskýrslu sinni um peningamál sem birt var 2. nóvember síðastliðinn og í kjölfar vaxtaákvörðunarfundar bankans sagði bankinn skýrt að það væru góðar líkur á því að hann þyrfti að hækka vexti frekar,? segir greiningardeildin og bendir á að Arnór sé að undstrika þá skoðun.

Þá segir hún að verðbólguhorfur til skemmri tíma hafi versnað nokkuð en gengi krónunnar hefur lækkað talsvert frá því í upphafi mánaðarins.