Viðskipti á Vesturlöndum gætu alfarið farið fram með kortum og á rafrænan hátt frá og með 2010 að því er fram kemur í frétt Irish Examiner nýlega, segir greiningardeild Landsbankans.

?Er þar vitnað í Stewart MacKinnon, formann írsku greiðslustofnunarinnar (e. Irish Payment Services Organisation), sem segir að markvisst sé verið að vinna í því að minnka notkun ávísana og seðla. Íslendingar eru mjög framarlega þegar kemur að kortanotkun en neytendur í mörgum Evrópulöndum styðjast enn mjög mikið við seðla og ávísanir í viðskiptum sínum," segir greiningardeildin.

Verkefnið heitir Single European Payments Area. ?Það á að stuðla að myndun samstarfs 25 Evrópusambandsríkja ásamt Sviss, Noregi, Liechtenstein og Íslandi. Allt að 8.000 bankar munu taka þátt í átakinu og telur MacKinnon að umskiptin yrðu jafnstórt skref og upptaka Evrunnar," segir greiningardeildin.